Við bjóðum sprotafyrirtækjum CTO þjónustu: hagkvæma og sérsniðna ráðgjöf og samstarf sem hjálpar þeim að útfæra hugmyndir sínar.
Við erum stofnendur sjálf og skiljum erfiðleika sem geta fylgt stofnun sprotafyrirtækis. Við erum áköf í að hjálpa þér að yfirstíga áskoranir, ná árangri og vaxa í viðskiptum þínum.
Hvort sem þú ert rétt að byrja eða lágmarksvaran þín (MVP) komin á fullt þá höfum við breiða kunnáttu í viðskiptaþróun, markaðsrannsóknum, hönnun, mörkun og tækni sem fær þig nær markmiðum þínum.
CTO þjónustan okkar er sannkallað samstarf. Við bjóðum upp á þrjá valkosti en þú velur hvernig við styðjum við þig:
Fyrsti valkostur: Víkonnekt ber ábyrgð á tæknilegri þróun lágmarksvörunnar þinnar með því að veita teyminu þínu CTO úr okkar hópi.
CTO tekur stjórnina og leiðir þig í gegnum áskoranir vöruþróunnar, kynninga sem krefjast tæknilegrar kunnáttu og fleira.
Annar valkostur: Við notum leitarhæfni og djúpan skilning á einstökum þörfum þínum til að byggja með þér þitt eigið þróunarteymi. Við finnum umsækjendur, tökum viðtöl og framkvæmum tæknileg próf eftir þörfum.
Umbreyttu viðskiptakröfum í fullbúna vöru
Fáðu meira út úr fjármunum (og tímanum) þínum með því að nýta þér sérþekkingu okkar
Finndu rétta fólkið til að manna sprotafyrirtækið þitt
Komdu vörunni þinni á markaðinn í samstarfi við reynda stofnendur