Við vinnum með fyrirtækjum af öllum stærðum – frá sprotafyrirtækjum á frumstigi til stofnana – til að búa til spennandi vörur. Hverjar sem kröfurnar eru fyrir hugbúnaðarlausnina þína, þá hefur teymið okkar fulla þekkingu og kunnáttu til að láta það gerast.
Ein helsta hindrunin við að byrja að tala annað mál er óöryggi. CaptINI býður úrval áhugaverðra umræðuefna og kennsluefna sem gefa notendum þann kost á að æfa samtöl með gervigreindarlíkani. Þannig geta neytendurnir æft sig í íslensku án óttans við að vera dæmdir og gera mistök.
Kerfið veitir notendum leiðréttandi endurgjöf. Þeir geta lagað framburðinn og málfræðina sína og lært að tala skýrar og réttar. Víkonnekt þróaði framburðarmat sem veitir notendum tafarlausa endurgjöf.
Tækni: Gagnafræðingur þróaði framburðarmódúl fyrir CaptINI með því að nota NLP og annan hugbúnað fyrir talvinnslu og talgreiningu. Víkonnekt hjálpaði með þróun kerfisins með því að sjá um allt frá framendahönnun til bakendavirkni.
Sprotafyrirtækið okkar vann í nánu samstarfi við gagnafræðingateymi til að bæta mats- og endurgjafarlíkönum í lausnina.
Með því að smella á fána í haus og síðufæti vefsíðanna getur notandinn auðveldlega skipt á milli íslensks og ensks notendaviðmóts án þess að tapa framförum.
Topics list: